Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,6% og er 7.949 stig við lok markaðar, en í gær lækkaði hún um 2,82%, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nam 9,7 milljörðum króna.

Atlantic Petroleum hækkaði um 9,19%, Nýherji hækkaði um 2,38%, Century Aluminium hækkaði um 2,26%, Atorka Group hækkaði um 1,97% og TM hækkaði um 1,81%.

Össur hefur lækkaði um 1,46%, Exista lækkaði um 1,41%, Eik banki lækkaði um 1,18%, Eimskip lækkaði um 0,5% og Icelandair Group lækkaði um 0,38%.

Gengi krónu styrktist um 1,34% og er 121,1 stig.