Gengi hlutabréfa í Kauphöllinni hækkuði um 0,75% í dag og endaði úrvalsvísitalan í 5.092 stigum.

Úrvalsvísitalan hækkaði einnig lítillega í gær eða um 0,48% eftir að hafa lækkað um 0,32% á þriðjudaginn og 0,72% á mánudaginn.

Mest hækkaði Landsbankinn í dag eða um 1,9%, FL Group hækkaði um 1,69% og Kaupþing banki um 1,35%. Mestar lækkanir urðu hinsvegar á Atlantic Petroleum 1,11%, Avion Group 1,06% og Össur 0,94%.

Gengi krónunnar veiktist um 0,32% og endaði vísitalan í 123,9 stigum