Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,83% og er 7.232 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá M5. Veltan nam um 18 milljörðum króna.

Stærstu einstöku viðskiptin voru með bréf Exista á genginu 27, annarsvegar fyrir fimm milljarða og hinsvegar fyrir þrjá milljarða.

Atlantic Petroleum hækkaði um 3,9%, Landsbankinn hækkaði um 1,93%, Atorka Group hækkaði um 1,59%, Kaupþing hækkaði um 1,34% og Icelandair Group hækkaði um 1,1%.

Alfesca lækkaði um 1,86%, Össur lækkaði um 1,39%, Flaga Group lækkaði um 0,83%, Glitnir lækkaði um 0,77% og 365 lækkaði um 0,74%.

Gengi krónu styrktist um 0,35% og er 121 stig.