Í dag hækkaði Úrvalsvísitalan um 0,9% og endaði í 6.101,490 stigum í lok dags samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

Mikil velta var í Kauphöllinni í dag og námu viðskipti með hlutabréf tæpum átta milljörðum króna í 341 viðskiptum.

Landsbankinn hækkaði um 1,17% í dag, Atorka Group 0,79%, Straumur Burðarás um 0,6%, Mosaic um 0,56% og Alfesca um 0,21%.

Tryggingamiðstöðin lækkaði um 3,61%, Avion Group um 2%, Bakkavör um 0,91% Dagsbrún um 0,81% og Flaga um 0,7%.

Þá veiktist gengi krónunnar um 0,55% % og stendur gengisvísitalan í 125,59 stigum samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum.