Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,14% og er 5.515 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur fjórum milljörðum króna.

FL Group hefur hækkað um 3,3%, Teymi hefur hækkað um 2%, Bakkavör Group hefur hækkað um 1,9%, Össur hefur hækkað um 1,7% og Kaupþing hefur hækkað um 1,6% en UBS birti í dag greiningu þar sem tólf mánaða markgengi var lækkað í 600. Gengi bankans er 748 við lok markaðar.

Atlantic Airways lækkaði um 4,2%, Flaga Group lækkaði um 3,6%, Eik banki lækkaði um 3% og Spron hefur lækkað um 1,85%.

Gengi krónu styrktist um 1,14% og er 125,6 stig.

Sænska vísitalan hækkaði um 0,2% og danska vísitalan OMXC stóð í stað. Breska vísitalan FTSE100 lækkaði um 0,7% og norska vísitalan OBX lækkaði um 0,6%, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.