Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,26% og er 7.491 stig. Sjö daga hækkun nemur 2,55% og frá áramótum hefur hún hækkað um 16,84%, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni. Veltan nam 8.965 milljónum króna.

?Norrænir hlutabréfamarkaðir hafa haldið áfram að hækka annan daginn í röð eftir töluverðar lækkanir síðustu daga, líkt og á flestum öðrum hlutabréfamörkuðum heimsins. Þannig byrjaði Hennes & Mauritz að hækka strax í morgun eftir að Citigroup Inc. hafði mælt með kaupum í félaginu og hafa frekari hækkanir fylgt í kjölfarið. Klukkan 16:00 í dag hafði norska OBX hækkað um 0,6%, OMX í Svíþjóð um 1,28%, og finnska HEX um 2,9%. Þó lækkaði danska KFX lítillega eða um 0,2%,? segir greiningardeild Landsbankans.

Össur hækkaði um 4,13%, Atlantic Petroleum hækkaði um 3%, Kaupþing hækkaði um 1,91%, Straumur-Burðarás hækkaði um 1,46% og Exista hækkaði um 1,41%.

Atorka Group lækkaði um 12,6% - skýrist lækkunin af arðgreiðslu félagsins til hluthafa, Teymi lækkað um 0,62% og Icelandic Group lækkaði um 0,28%.

Gengi krónu styrktist um 0,79% og er 120,6 stig.