Úrvalsvísitalan hækkar um 1,28% og er 6.035,02 stig. Um hádegi hafði Úrvalsvísitalan hækkað um 2% og því hefur hún sígið þegar liði hefur á daginn.

Alfesca leiðir hækkunina, en félagið hækkar um 4,75% í dag. FL Group hækkar um 2,52%, Straumur-Burðarás hækkar um 2,34%, Íslandsbanki hækkar um 2,17% og Landsbankinn hækkar um 1,96%.

Fimm félög lækka í dag. Tryggingamiðstöðin lækkar um 5,62%, Atlantic Petroleum lækkar um 3,65%, Kögun lækkar um 0,77% og Flaga Group lækkar um 0,59%.

Gengi krónunnar styrktist um 0,94% í dag. Dollar lækkaði um 1,12% gagnvart krónu og evra lækkaði um 0,58% gagnvart krónu.