Úrvalsvísitalan [ OMXI15 ] hækkaði um 3,2% og er 5.006 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis, en við upphaf dags var hún rauð. Síðustu níu daga hefur Úrvalsvísitalan lækkað.

Fjármálafyrirtæki á Norðurlöndunum hækkuðu vel flest í viðskiptum dagsins.

Exista [ EXISTA ] hækkaði um 7,3%, FL Group [ FL ] hækkaði um 6,3%, Spron [ SPRON ]  hækkaði um 4,1%, Landsbankinn [ LAIS ] hækkaði um 3,5% og Straumur [ STRB ] hækkaði um 3,5%.

Eik banki [ FO-EIK ] lækkaði um 3,3%, 365 [ 365 ] lækkaði um 2,8%, Össur [ OSSR ] lækkaði um 4,5% og Teymi [ TEYMI ] lækkaði um 0,4%.

Gengi krónu styrktist um 1,3% og er 129,6 stig.