Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,69% og er 6.773 við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Hefur úrvalsvísitalan hækkað um 5,76% frá áramótum. Veltan á markaði nam tólf milljörðum í dag.

365 hækkaði um 2,7%, Kaupþing hækkaði um 1,46%, Glitnir hækkaði um 1,25%, FL Group hækkaði um 0,73% og Actavis Group hækkaði um 0,45%.

Alfesca lækkaði um 1%, Bakkavör Group lækkaði um 0,63% og Össur lækkaði um 0,44%.

Gengi krónu veiktist um 0,25% og er 126,3 stig.