Úrvalsvísitalan fór í fyrsta skiptið yfir 8.500 stiga múrinn í dag, en hún hækkaði um 1,59% og stóð í 8.541 í lok dags, samkvæmt upplýsingum frá markaðsvakt Mentis.

Mest hækkun var Alfesca eða 3,96%, Exista hækkaði um 3,61%, Icelandair Group um 3,21%, Kaupþing um 2,85% og Straumur-Burðarás um 1,6%.

Föreya Banki lækkaði um 1,69%, Atlantic Petroleum um 1,3% og Mosaic Fashion um 0,59%.

Gengi krónunnar veiktist um 0,18% og stóð í 114,4.