Úrvalsvísitalan hefur aldrei lokað í eins háu gildi og í dag eða í 9.016 stigum og hafði þá hækkað um 1,58% innan dagsins. Veltan með hlutabréf nam alls 13,6 milljörðum rkróna í dag.

Flest félögin í Kauphöllinni hækkuðu en mest hækkaði Atorka um 4,66%, Glitnir um 2,51% og Kaupþing um 2,07%.

Fjögur félög lækkuðu í viðskiptum dagsins. Mest lækkaði Teymi um 1,22% og Century Aluminum lækkaði lítið minna eða um 1,21%. Þá lækkaði Alfesca um 1,18% og Icelandic Group um 0,47%.

Krónan styrktist um 0,11% í viðskiptum dagsins og stóð gengisvísitalan í 110,8 stigum þegar markaðir lokuðu.