Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,15% og er 6.252 stig við lok dags, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni. Veltan nam 5.394 milljónum króna.

Stærstu einstöku viðskiptin námu 332 milljónum króna með bréf Kaupþings banka og fóru fram á genginu 830 krónur á hlut.

Actavis Group hækkaði um 1,2%, Alfesca hækkaði um 1%, Össur hækkaði um 0,8%, Dagsbrún hækkaði um 0,7% , Marel hækkaði um 0,64% og FL Group hækkaði um 0,44%.

Mosaic Fasahions lækkaði um 1,12%, Bakkavör Group lækkaði um 1,02%, Atlantic Petroleum lækkaði um 0,87%, Atorka Group lækkaði um 0,78% og Icelandic Group lækkaði um 0,65%.

Gengi krónu veiktist um 0,46% og er 124,4 stig við lok dags.