Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,9% og er 4.828 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Veltan nemur 2,5 milljörðum króna.

Um hádegi hafði Úrvalsvísitalan lækkað 0,6% og ekki hefur áhugi fjárfesta á hlutabréfum aukist við að bandaríska hlutabréfavísitalan Nasdaq er rauð það sem af er degi. Nemur lækkunin um 1% þegar þetta er skrifað, samkvæmt upplýsingum frá Dow Jones fréttaveitunni.