Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,6% og er 4.449 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Á myndinni hér til hliðar má sjá helstu hækkanir og lækkanir einstakra félaga.

Gengi krónu hefur veikst um 1,5% en gjaldeyrismörkuðum hefur enn ekki verið lokað

Úrvalsvísitalan hefur lækkað lítillega frá hádegi en engu að síður eru fleiri félög græn við lok markaðar. Við hádegi við Föroya banki eina félagið sem var grænt.

Helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu lækkuðu í dag. Danska vísitalan OMXC lækkaði um 1,4%, norska vísitalan OBX lækkaði um 1,5% og sænska vísitalan OMXS lækkaði um 3%, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.