Úrvalsvísitalan lækkaði um 4,8% og er 4.071 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.  Gengi krónu veiktist um 3,9% og var 186,9 stig.

Velta á hlutabréfamarkaði nam 11,7 milljörðum króna.

HB Grandi féll um 41,2% í þremur viðskiptum fyrir hálfa milljón króna,. Exista lækkaði um 14,2%, líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd.

Eik banki var eina félagið sem hækkaði í viðskiptum dagsins.

Það að  íslensk stjórnvöld þurftu að grípa til björgunaraðgerða á hendur Glitni orkaði illa á markaði. Seðlabanki Íslands hefur keypt 75% hlut í Glitni á 600 milljónir evra.

Viðskipti voru stöðvuð með bréf Glitnis fyrir opnun markaðar í dag.