Úrvalsvísitalan (OMXI6) lækkaði um 0,8% í dag og stóð við lok markaða í 567 stigum samkvæmt Markaðsvaktinni.

Vísitalan hækkaði um 0,2% á rólegum degi í gær en lækkaði jafnt og þétt í allan dag.

Gamla Úrvalsvísitalan (OMXI15) lækkaði um 0,7% í dag og stendur nú í 221 stigi.

Á markaðssíðu vb.is má sjá helstu breytingar einstakra félaga í Kauphöllinni en Föroya banki, sem hækkanir gærdagsins, var eina félagið sem hækkaði í dag eða um 1%, líkt og í gær.

Þá lækkuðu Marel um 2,5% og Össur um 0,3% í dag en þetta voru einu félögin sem hreyfðust í dag.

Velta með hlutabréf var aðeins um 120 milljónir króna, sem er lítið meira en í gær, en þar af voru rúmar 76,5 milljónir með bréf í Össur.

Þá var velta fyrir rúmar 22 milljónir króna með bréf í Marel en mun minni velta var með bréf í öðrum félögum.

Velta með skuldabréf nam í dag tæpum 7,5 milljörðum króna sem er nokkuð undir meðaltali.