Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,72% og er 6.730 stig, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Er þetta fyrsti viðskiptadagurinn sem Úrvalsvísitalan lækkar á árinu, en það sem af er ári hefur hún hækkað um 4,98%. Veltan nam 8.361 milljónum króna í dag.

Eimskip er eina félagið sem hækkaði í dag og nam hækkunin 1,5%.

365 lækkaði um 1,83%, Mosaic Fashions lækkaði um 1,65%, Kaupþing lækkaði um 1,33%, Glitnir lækkaði um 1,23% og Teymi lækkaði um 1,14%.

Gengi krónu veiktist um 1,97% og er 129,7 stig.