Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,79% í dag og loka gildi hennar er 5.575,02 stig, samkvæmt upplýsingum Kauphallarinnar.

Flaga Group hækkaði um 9,91%, Atlantic Petroleum hækkaði um 8,95%, Atorka Group hækkaði um 3,45%, Hampiðjan hækkaði um 2,94% og Vinnslustöðin hækkaði um 1,18%.

Kaupþing banki lækkaði um 1,43% en ársfjórðungsuppgjör bankans var yfir væntingum greiningardeildar Landsbankans, Straumur-Burðarás lækkaði um 1,17% en uppgjör fjárfestingarbankans var einnig yfir væntingum greiningardeildar Landsbankans, Marel lækkaði um 0,95%, Landsbankinn lækkaði um 0,90% og Alfesca lækkaði um 0,76%.

Gengi krónunnar veiktist um 0,24% og gengisvísitala hennar er 129,43 við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá greiningardeild Landsbankans. Dollar lækkaði um 0,35% gagnvart krónu en evra hækkaði um 0,35% gagnvart krónu.