Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,09% og er 6.448 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá M5. Veltan nemur 7.152 milljónir króna.

Mesta veltan var með bréf Landsbankans og nam 1,6 milljörðum króna, þá nam veltan með bréf FL Group 1,4 milljörðum króna og velta með bréf Straum-Burðarás um 1,3 milljarða.

FL Group hækkaði um 1,67%, Actavis Group hækkaði um 0,77%, Mosaic Fashions hækkaði um 0,62%, sem og gerði 365, og Atlantic Petroleum hækkaði um 0,37%.

Straumur-Burðarás lækkaði um 1,12%, Bakkavör Group lækkaði um 0,64%, Marel lækkaði um 0,63% og Össur lækkaði um 0,44%.

Gengi krónu styrktist um 0,75% og er 123 við lok markaðar.