Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,11% og er 7.104 stig við lok dags, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nam 7.624 milljónum króna.

Atlantic Petroleum hækkaði um 2,26% í veltu sem nam um 83 þúsund krónum, Icelandic Group hækkaði um 1,37%, Landsbankinn hækkaði um 1,37%, Alfesca lækkaði um 0,63% og Marel lækkaði um 0,14%.

Eimskip lækkaði um 1,58%, Mosaic Fashions lækkaði um 1,04%, Glitnir lækkaði um 0,78%, Bakkavör Group lækkaði um 0,75% og Atorka Group lækkaði um 0,6%

Gengi krónu styrktist um 0,18% og er 121,5 stig.