Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,14% og er 6.875 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá M5. Veltan nemur um fimm milljörðum króna.

Straumur-Burðarás hækkaði um 0,56%, Exista hækkaði um 0,41%, Glitnir hækkaði um 0,4%, Landsbankinn hækkaði um 0,35% og Eimskip hækkaði um 0,3%.

Mosaic Fashions lækkaði um 2,07%, Atlantic Petroleum lækkaði um 1,63%, Atorka Group lækkaði um 1,36%, Össur lækkaði um 0,89% og Actavis lækkaði um 0,71%.

Gengi krónu veiktist um 1,23 og er 123,9 stig.