Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,2% og er 5.541 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nam ríflega 16 milljörðum króna.

Úrvalsvísitalan hækkaði skarpt í morgun en fyrir opnun markaðar tilkynnti Kaupþing um að það muni falla frá yfirtöku á hollenska viðskiptabankanum NIBC.

Eftir hádegi fór vísitalan að síga og varð að lokum rauð. Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's Investors Service tilkynnti um það hefði tekið til athugunar lánshæfismatseinkunn Glitnis og Landsbankans, með mögulega lækkun í huga. Kaupþing enn til athugunar hjá matsfyrirtækinu með mögulega lækkun í huga en það var tekið til athugunar í kjölfar tilkynningu um fyrirhuguð kaup þess á NIBC.

Danska vísitalan OMXC hækkaði um 0,6%.

Breska vísitalan FTSE100 lækkaði um 0,8%, norska vísitalan OBX lækkaði um 0,5% og sænska vísitalan OMXS lækkaði um 0,5%, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.

Flaga Group hækkaði [ FLAGA ]  um 33,3%, Eimskip [ HFEIM ] hækkaði um 4,3%, 365 [ 365 ] hækkaði um 1,5% og Icelandair Group [ ICEAIR ] hækkaði um 1,5%.

Spron [ SPRON ] lækkaði um 2,9%, Icelandic Group [ IG ] lækkaði um 1,4% og Landsbankinn [ LAIS ] sömuleiðis, þá lækkaði FL Group [ FL ] um 1,2% og Glitnir [ GLB ] um 1%.

Gengi krónu styrktist um 0,2% og er 125,8 stig.