Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,21% og er 6.314 stig við lok dags, samkvæmt upplýsingum frá M5. Veltan nam 3.570 milljónum króna.

Hampiðjan hækkaði um 3,95%, 365 hækkaði um 3,9%, Teymi hækkaði um 2,75%, Eimskip hækkuðu um 0,65% og Bakkavör Group hækkaði um 0,32%.

Mosaic fashions lækkaði um 1,79%, Össur lækkaði um 1,33%, Marel lækkaði um 1,28%, Atlantic Petroleum lækkaði um 0,64% og Alfesca lækkaði um 0,58%.

Gengi krónu veiktist um 1,05% og er 125 stig við lok dags. Gerist það í kjölfar þess að viðskiptahalli á þriðja ársfjórðungi var meiri en búist var við, að sögn Beat Siegenthaler sérfræðings hjá TD Securities.