Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,24% og er 6.752 stig við lok dags, samkvæmt upplýsingum frá M5. Veltan nam 6.845 milljónum króna. Frá áramótum nemur hækkunin 5,38%.

Vísitala neysluverðs í janúar 2007 er 266,9 stig (maí 1988=100) og hækkaði um 0,26% frá fyrra mánuði, segir í tilkynningu Hagstofu Íslands, sem birtist í morgun.

Markaðsaðilar spáðu því að vísitala neysluverðs myndi hækka um 0-0,2%, að sögn greiningardeildar Landsbankans, sem spáði 0,2% hækkun.

Icelandair Group hækkaði um 1,43%, Alfesca hækkaði um 0,61%, Glitnir lækkaði um 0,41% og Straumur-Burðarás hækkaði um 0,28%.

Eimskip lækkaði um 2,65%, 365 lækkaði um 2,3%, Atlantic Petroleum lækkaði um 1,62%, Teymi lækkaði um 1,47% og Mosiac Fashions lækkaði um 0,99%.

Gengi krónu styrktist um 1,19% og er 125,7 stig.