Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,25% og stóð í 8.520 í lok dags, að því er kemur fram í upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Heildarvelta dagsins nam 17,6 milljörðum króna.

Atorka hækkaði um 4,52%, Marel um 4,19%, Föryoa Bank um 1,5%, Össur um 1,41%, og Icelandair Group um 1,38%.

365 lækkaði um 1,45%, Landsbankinn um 1,28%, FL Group um 0,83%, Alfesca um 0,69% og Actavis um 0,67%.

Gengi krónunnar styrktist um 0,84% og stóð í 113,4 stigum.