Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,3% og er 6.216 stig við lok dags, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nam 9.085 milljónum króna.

Stærstu einstöku viðskiptin námu 3.253 milljónum með bréf Landsbankans á genginu 26,8 krónur á hlut.

Þau næststærstu hljóðuðu upp á 620 milljónir króna með bréf Avion Group og fóru fram á genginu 31 króna á hlut.

Bakkavör Group hækkaði um 1,04%, Atorka Group hækkaði um 0,78%, Marel hækkaði um 0,66% og Glitnir hækkaði um 0,5%.

Dagsbrún lækkaði um 1,59%, Alfesca lækkaði um 1,38%, Mosic Fashions 1,14%, Landsbankinn lækkaði um 0,75% og Actavis Group lækkaði um 0,6%.

Gengi krónu veiktist um 0,02% og er 122,3 stig.