Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,36% og er 7.804 stig við lok dags, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni. Veltan nemur 6,3 milljörðum króna.

Vinnslustöðin hækkaði um 7,69% og í viðskiptum sem nema 140 þúsund krónum, Atlantic Petroleum hækkaði um 1,73%, Icelandic Group hækkaði um 0,73%, Bakkavör Group hækkaði um 0,43% og Glitnir hækkaði um 0,19%.

FL Group lækkaði um 1,02%, Mosaic Fashions lækkaði um 0,88%, Össur lækkaði um 0,78%, Landsbankinn lækkaði um 0,73% og Straumur-Burðarás lækkaði um 0,72%.

Gengi krónu styrktist um 0,38% og er 118,6 stig.