Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,36% og er 6.320,71 stig, samkvæmt upplýsingum frá M5. Veltan nemur 1.285 milljónum króna.

Össur hækkaði um 0,85%, Mosaic Fashions hækkaði um 0,58% og Actavis Group hækkaði um 0,31%.

Bakkavör Group lækkaði um 0,98%, Exista lækkaði um 0,90%, FL Group lækkaði um 0,87%, Avion Group lækkaði um 0,86% og Dagsbrún lækkaði um 0,84%.

Gengi krónu hefur styrkst um 0,02% og er 119,29 stig.