Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,38% og er 5.564,14 stig við lok dags, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni en úrvalsvísitalan hækkaði alla aðra viðskiptadaga vikunnar.

Alfesca hækkaði um 1,97%, Össur hækkaði um 1,85%, Dagsbrún hækkaði um 0,87%, Atorka Group hækkaði um 0,84% og Icelandic Group hækkaði um 0,60%.

Hampiðjan lækkaði um 5,14% í viðskiptum upp á 4,5 milljónir króna, Straumur-Burðarás lækkaði um 1,05%, Landsbankinn lækkaði um 0,95%, Kaupþing banki lækkaði um 0,66% og Glitnir lækkaði um 0,56%.

Gengi krónu veiktist um 1,16% og er gengisvísitala krónu 132,21 stig, samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum.

Evra hækkaði um 1,05% gagnvart krónu og er skráð 95,47 og Bandaríkjadalur hækkaði um 1,43% gagnvart krónu og er skráður 76,21.