Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,42% og er 6.901 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nam 6.327 milljónum króna.

Sérfræðingar segja að 7.000 stiga múr Úrvalsvísitölunnar geti verið ákveðin sálfræðileg hindrun fyrir hlutabréfamarkaðinn, sem geti valdið því að markaðurinn lækki lítillega en Úrvalsvísitalan fór hæst í 6.925 stig í fyrra, þann 15. febrúar.

Mosaic Fashions hækkaði um 1,43%, Exista hækkaði um 0,81% og Actavis hækkaði 0,14%.

FL Group lækkaði um 1,7%, Össur lækkaði um 0,89%, Alfesca lækkaði um 0,8%, Flaga Group lækkaði um 0,8% og Kaupþing lækkaði um 0,65%.

Gengi krónu styrktist um 0,4% og er 122,7 stig við lok markaðar.