Úrvalsvísitalan [ OMXI15 ] lækkaði um 0,7% á annars tíðindalitlum degi í Kauphöllinni í dag og stóð við lok markaða í 4.251 stigi.

Á myndinni hér til hliðar má sjá helstu lækkanir einstakra félaga.

Velta með hlutabréf var tæplega 1,3 milljarðar. Þar af voru rúmlega 360 milljónir með bréf í Kaupþing [ KAUP ], um 350 milljónir með bréf í Glitni [ GLB ] og 230 milljónir með bréf í Century Aluminum [ CENX ] en töluvert minni velta er með hlutabréf í öðrum félögum.

Krónan hefur nú veikst um 0,2% eftir að hafa styrkst um 0,2% í morgun en gjaldeyrismarkaðir eru enn opnir.