Úrvalvísitalan lækkaði um 0,85% og er 5.429,76 stig, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

Sérfræðingar segja rólegt yfir markaðinum sem venja er á sumrin og yfirleitt lítil velta á bakvið hreyfingarnar.

Össur hækkaði um 1,42%, Mosaic Fashions hækkaði um 1,26% og Straumur-Burðarás um 0,56%.

Flaga Group lækkaði um 2,87%, Kaupþing banki lækkaði um 1,90%, Landsbankinn lækkaði um 1,46%, Bakkavör Group lækkaði um 1,35% og Avion Group lækkaði um 1,21%.

Gengi krónu veiktist um 0,72% og er gengisvísitala hennar 133,94 stig við lok dags, samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum.