Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,88% og er 6.234 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nam 5.301 milljónum krona

Stærstu einstöku viðskiptin voru með bréf Bakkavarar Group fyrir 853 milljónir króna á genginu 58, viðskiptin voru ekki verðmyndandi. Gengi félagsins er 57,50 við lok dags.

Á sama tíma var einnig keypt fyrir 853 milljónir króna í Kaupþingi banka á genginu 853, viðskiptin voru ekki verðmyndandi. Gengi bankans er 835 við lok dags.

Atlantic Petroleum hækkaði um 1,36% og FL Group hækkaði um 0,88%.

Kaupþing banki lækkaði um 1,77%, Össur lækkaði um 1,19%, Glitnir lækkaði um 0,99%, Bakkavör Group lækkaði um 0,86% og Atorka Group lækkaði um 0,77%.

Gengi krónu hefur styrkst um 0,19% og er 122,2 stig við lok dags.