Úrvalsvísitalan  lækkað um 0,9% og er 4.355 stig við lok markaðar. Veltan á hlutabréfamarkaði nemur 7,4  milljörðum króna. Þar af eru stök viðskipti með bréf Landsbankans fyrir 2,1 milljarð króna á genginu 26,8 og fyrir 585 milljónir króna á genginu 23,4. Landsbankinn lækkaði um 1,3% í dag og dagslokagengið var 23,1, samkvæmt upplýsingum Markaðsvaktar Mentis.

Hér til hliðar má segja mestu hækkanir og lækkanir dagsins. Eik banki lækkar mun meira en aðrir í dag eða um 6,9% í fjórum viðskiptum.

Norska vísitalan OBX hækkaði um 0,7%. Danska vísitalan OMXC lækkaði um 0,3% og sænska vísitalan OMXS lækkaði um 1,2%, samkvæmt upplýsingum frá Euroland.