Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,95% og er 6.333 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Veltan nemur 8.925 milljónum króna.

Nýherji hækkaði um 5,33% í tveimur viðskiptum sem námu samtals 2,8 milljónum króna, Össur hækkaði um 2,26%, Marel hækkaði um 1,28%, Atlantic Petroleum hækkaði um 0,73% og Alfesca hækkaði um 0,6%.

Landsbankinn lækkaði um 1,89%, Kaupþing banki lækkaði um 1,43%, Tryggingamiðstöðin lækkaði um 1,34%, Eimskip lækkuðu um 1,22% og Flaga Group lækkaði um 1,11%.

Gengi krónu styrktist um 0,79% og er 127,9 stig.