Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,1% og er 4.747 stig við lok markaðar. Gengi krónu hefur styrkst um 0,2% og er 149,2 stig en gjaldeyrismarkaður er enn opinn, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Veltan nemur 3,4 milljörðum króna.

Helstu hlutabréfavísitölur í Evrópu voru grænar við lok markaða.

Úrvalsvísitalan hækkaði á fyrstu mínútu eftir opnun markaðar en tók fljótt að lækka. Hún hafði lækkað um 0,5% við hádegi.