Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,2% í Kauphöllinni í dag og er nú 5.237 stig.

Aðeins eitt félag hækkaði en Atlantic Airways [ FO-ATLA ] hækkaði um 1,3%.

Eik banki [ FO-EIK ] lækkaði mest félaga eða 2,4%. Þá lækkaði Spron [ SPRON ] um 2,25% og Century Aluminum [ CENX ] um 2,1%.

Ekki var mikil velta með hlutabréf en hún nam um tæplega 1,8 milljarði. Þar af voru viðskipti með bréf í Glitni [ GLB ] fyrir um 670 milljónir, í Landsbankanum [ LAIS ] fyrir 390 milljónir og í Kaupþingi [ KAUP ] fyrir um 380 milljónir.