Úrvalsvísitalan lækkar um 1,23% og er 6.194,14 stig. Tvö fyrirtæki hækka. Avion Group hækkar um 0,48% og Dagsbrún um 0,43%.

Á hádegi lækkaði FL Group um tæp 5% en náði sér aftur og stendur í stað miðað við gær daginn.

Alfesca lækkar um 5,26% en á bakvið lækkunina er 24,8 milljón króna velta og 21 viðskipti.

Vinnslustöðin lækkar um 4,75%. Veltan á bakvið viðskiptin er 230 þúsund krónur.

Mosaic Fashions lækkar um 3,95% í litlum viðskiptum og Flaga Group lækkar um 3,66% í viðskiptum upp á eina og hálfa milljón króna.

Straumur-Burðarás lækkar um 2,75% í viðskiptum upp á um milljarð. Fjöldi viðskipta var 187.

Gengi krónunnar veiktist um 1,38% í dag. Dollar hækkaði um 1,59% gagnvart krónu og evra hækkaði um 1,30%