*

þriðjudagur, 27. júlí 2021
Innlent 2. mars 2006 16:04

Í lok dags: Úrvalsvísitalan lækkar um 1,63%

Ritstjórn

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,63% stig í dag og er 6.411,29 stig.

Grandi var eina fyrirtækið sem hækkaði. Sú hækkun nam 0,51%.

Össur lækkaði mest, eða um 3,91%, Straumur-Burðarás fjárfestingarbanki lækkaði um 3,63% og FL Group lækkaði um 3,38%.

Gengi krónunnar veikist um 1,55%. Dollarinn hækkaði um 1,36% gagnvart krónu og evran um 1,77% gagnvart krónu.