Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,95% í dag og er 6.467,64 stig.

Mestu tíðindi dagsins eru að gengi FL Group hefur sveiflast hvað mest í dag. Lægst fór gengið niður í 22,6 í morgun en hæst fór gengið í 25,7. Þetta er um 12% sveifla.

Í lok dags lækkaði gengi félagsins um 1,17% á milli daga og er ekki á lista yfir þau fimm félög sem lækkuðu hvað mest í dag. Í morgun leiddi félagið þau félög sem lækkuðu hvað mest í dag.

Tryggingamiðstöðin hækkaði mest í dag, eða um 5,26%. Össur hækkaði næst mest, eða um 2,38%. Félagið nýtur góðs af því að krónan hefur veikst töluvert frá því að Fitch gaf út lánshæfismatið.

Dagsbrún hækkaði um 2,02%, Grandi hækkaði um 1,55% og Actavis hækkaði um 1,08%.

Íslandsbanki lækkaði mest, eða um 4,15%, Alfesca lækkaði næst mest, eða um 3,47%, Kaupþing banki lækkaði um 2,52%, Mosaic Fashions lækkaði um 2,27% og Straumur-Burðarás lækkaði um 2,02%.

Gengi krónunnar veiktist um 2,01%. Dollarinn hækkaði um 2,05% gagnvart krónunni og evran hækkaði um 1,86%.