Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,07% og er 5.026 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.  Síðustu tvo daga hækkaði vísitalan mikið. Veltan nam 16,9 milljörðum króna.

Vísitalan hækkaði ágætlega fram eftir hádegi en tók þá að lækka - og var rauð á tímabili rétt fyrir lokun.

Atlantic Petroleum [ FO-ATLA ] hækkaði um 11%, Eik banki [ FO-EIK ] hækkaði um 2,5%, 365 [ 365 ] hækkaði um 2,4%, Teymi [ TEYMI ] hækkaði um 1,9% og Össur [ OSSR ] hækkaði um 1,7%.

Icelandic Group [ IG ] féll um 16,1% í 18 milljón króna veltu, Eimskip [ HFEIM ] lækkaði um 1,3%, Kaupþing [ KAUP ] og Spron [ SPRON ] lækkuðu um 1,1%, og Century Aluminium [ CENX ] lækkaði um 0,2%.