Exista hækkaði mest allra félaga í Kauphöllinni í dag, bréf félagsins hækkuðu um hvorki meira né minna en 4.78% og var dagslokagengi bréfanna 38.35. Icelandair Group hækkaði um 3,67% og við lok viðskipta stóðu bréf félagsins í 31.10 Kaupþing hækkaði nokkuð hressilega, eða um 2,69%. Century Aluminum hækkaði um 2,25%, Teymi um 2,08%, Landsbankinn um 2,06% og Straumur-Burðarás um 1,78%.

Af öðrum hækkunum má nefna Alfesca (1,39%), Marel (1,1%), Föroya Banki (1,09%), Bakkavör Group (1,0%), FL Group (0,67%) og Glitnir (0,52%).

Fjögur félög lækkuðu, og mesta lækkunin varð á bréfum Össurar hf, eða 2.27%. Eimskipafélagið lækkaði um 0,63%, Atlantsolía 0,46% og Actavis lækkaði um 0,11% og endaði á genginu 88,90.

Gengi krónunnar styrktist og stóð gengisvísitalan í 111,9 við lokun markaða.

Úrvalsvísitalan fór yfir 8.700 stigin og endaði í 8.702 sem er hæsta gildi hennar fyrr og síðar.