Úrvalsvísitalan stóð í stað í dag, annan daginn í röð og stóð í 642 stigum við lok markaða  samkvæmt Markaðsvakt Mentis.

Úrvalsvísitalan stóð einnig í stað við lok markaða í gær en hafði lækkað um 2,7% á mánudag.

Á markaðssíðu vb.is má sjá helstu breytingar einstakra félaga.

Velta með hlutabréf var um 20 milljónir króna en þar af voru um 15 milljónir með bréf í Össur sem fram fóru í 10 viðskiptum, þar af einum upp á 8,6 milljónir.

Þá var velta fyrir um 520 þúsund með bréf í Marel og um 780 þúsund með bréf í Bakkavör.

Á hádegi var veltan aðeins um 800 þúsund krónur og fór því meginþorri viðskipta fram eftir hádegi.