Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,12% í dag og er 6.671,30 stig. Um hádegi hafði hún hækkað örlítið meir, eða um 0,62%, en stuttu eftir hádegi fór hún að síga niður.

Alfesca hækkaði um 4,79% í dag. Fyrirtækið nýtur góðs af veikingu krónunnar. FL Group hækkaði um 4,58%, Avion Group hækkaði um 2,88% og Kögun um 2,44%.

Fjögur fyrirtæki lækkuðu í dag. Icelandic Group lækkaði um 1,20%. Viðskiptabankarnir þrír skipa hin sætin. Landsbankinn lækkaði um 0,68%, Íslandsbanki lækkaði um 0,47% og Kaupþing lækkaði um 0,21%.

Gengi krónunnar styrktist um 0,51% í dag. Dollarinn lækkaði um 0,11% gagnvart krónu og evran lækkaði um 0,57%.