Úrvalsvísitalan hækkaði um 3,02% í dag og endaði í gildinu 6.663. Þessi hækkun kemur eftir miklar lækkanir undanfarna daga. En talið er að ný skýrsla Fitch Ratings þar sem horfur lánshæfismats bankanna er staðfest stöðugt hafi mest áhrif til hækkanna í dag.

Öll félög í Kauphöllinni hækkuðu í dag ef Atlantic Petroleum er undanskilin sem lækkaði um 0,42%. Mest hækkuðu Össur 5,12% Tryggingamiðstöðin 5%, Kaupþing banki 4,31 og Avion Group 3,99%

Krónan styrktist um 1,02% í dag og lokaði í gildinu 111,25 stigum.