Úrvalsvísitala Kauphallarinnar OMX á Íslandi hoppaði aftur yfir átta þúsund stiga múrinn í dag og endaði í 8.055 stigum eftir að hafa hækkað um 0,77% í viðskiptum dagsins. Viðskipti með hlutabréf í Kauphöllinni námu 8,5 milljörðum króna samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

Mest hækkaði færeyska félagið Atlantic Petroleum í gær eða um 12%, Teymi hækkaði um 3,54% og Marel um 1,95%. Actavis lækkaði eitt félaga í Kauphöllinni í gær eða um 0,92%.

Krónan styrktist um 0,76% og endaði gengisvísitalan í 114,5 stigum.