Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,44% og er 7.031 stig við lok markaðar, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis. Er þetta fyrsti dagurinn sem hún endar yfir 7.000 stig en það var lokagildi hennar í gær. Úrvalsvísitalan fór hæst í 7.077 stig, strax eftir opnun markaðar en svo fór hún lækkandi.

Atlantic Petroleum hækkaði um 1,8%, Bakkavör Group hækkaði um 1,51%, Straumur-Burðarás hækkaði um 1,08% og Kaupþing hækkaði um 0,75%. Gengið bankans er 938 krónur á hlut við lok dags, en fór hæst í 950 krónur á hlut í dag.

Atorka Group lækkaði um 1,21% og Eimskip sömuleiðis, Icelandair Group lækkaði um 1,06%, FL Group lækkaði um 1,03% og Mosaic Fashions hefur lækkað um 1,02%.

Gengi krónu hefur styrkst um 0,81% og er 121,5 stig