Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,12% í dag og er 5.743,56 stig, samkvæmt upplýsingum frá Kauphöll Íslands.

Landsbankinn hækkar mest, eða um 2,98%, Alfesca hækkar um 1,24%, Bakkavör Group hækkar um 0,59%, Kaupþing banki hækkar um 0,38% og Dagsbrún hækkar um 0,30%.

Tryggingamiðstöðin lækkar um 17,65% í viðskiptum sem nema einungis 90 þúsund krónum, FL Group lækkar um 1,85%, Flaga Group lækkar um 1,25%, Straumur-Burðarás lækkar um 1,16% og Glitnir lækkar um 1,14%.

Gengi krónunnar veikist um 1,68%, samkvæmt upplýsingum frá greiningardeild Landsbankans. Dollar hækkar um 1,41% gagnvart krónu og evra lækkar um 1,75% gagnvart krónu.