Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,18% í dag og var 6.085,29 stig við lok dags samkvæmt upplýsingum frá Kauphöllinni.

Viðskipti með hlutabréf í Kauphöllinni í dag námu 2,1 milljarði í 256 viðskiptum.

Mest hækkaði Alfesca um 0,83%, Flaga um 0,77% Bakkavör um 0,72% og Marel um 0,63%.

Þá lækkaði Össur um 2,07%, Mosaic um 1,11% Icelandic Group um 0,66% FL Group um 0,5% og Landsbankinn um 0,3%.

Krónan styrktist um 0,54% í dag og var 123,32 stig í loks dags samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum. Styrking krónunnar er rakin til jákvæðra horfna í kjölfar þess að verðbólga virðist nú vera að dragast saman og útgáfu krónubréfa. En alls voru gefin út krónubréf fyrir 9,5 milljarða króna í dag.