Aðeins þrjú fyrirtæki hækkuðu í Kauphöllinni í dag. Eik Banki [ FO-EIK ] hækkaði mest eða 1,65%. Þá hækkaði Glitnir [ GLB ] um 0,6% og Kaupþing [ KAUP ] um 0,14%.

Century Aluminum [ CENX ] lækkaði mest í dag eða um 3,4% en Teymi [ TEYMI ] var þar á eftir og lækkaði um 2,73%.

Mesta veltan var með bréf í stóru bönkunum eða alls fyrir um fyrir tæplega 2 milljarða. Mest voru viðskipti með bréf Kaupþings [ KAUP ] eða um 860 milljónir. Þá var verslað með bréf í Landsbankanum [ LAIS ] fyrir 657 milljónir.

Úrvalsvísitalan [ OMXI15 ] lækkaði um 0,3%